Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 611. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 974  —  611. mál.
Frumvarp til lagaum breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)1. gr.

    Við 1. mgr. 28. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
    21. Kópavogur.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Á undanförnum árum hefur orðið mikil uppbygging í Kópavogshöfn og aðstaða skapast þar til afgreiðslu stórra skipa í millilandasiglingum. Nú þegar hefur eitt skipafélag boðað fastar ferðir frá Evrópuríkjum og Ameríku til Kópavogshafnar og hefur félagið komið sér upp aðstöðu til að geyma þar ótollafgreiddar vörur. Af þessum sökum er nauðsynlegt að gera Kópavogshöfn að aðaltollhöfn.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Lagt er til að Kópavogshöfn verði aðaltollhöfn svo að skip í förum til og frá landinu geti fengið fyrstu og síðustu tollafgreiðslu hér á landi við höfnina án sérstaks leyfis tollyfirvalda.
    Úttekt á höfninni, skv. 5. mgr. 28. gr. tollalaga, hefur farið fram og er niðurstaða þeirrar úttektar að Kópavogshöfn fullnægi skilyrðum 64. gr. laganna um tolleftirlit og vörslu á ótollafgreiddum vörum.

Um 2. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringar.


Prentað upp.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á tollalögum,
nr. 55/1987, með síðari breytingum.

    Með frumvarpinu er lagt til að Kópavogshöfn verði aðaltollhöfn. Ekki er ástæða til þess að ætla að lögfesting frumvarpsins hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.