Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 516. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 993  —  516. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur um kostnað við glasafrjóvganir.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Er hægt að sækja um styrki vegna kostnaðar við glasafrjóvganir og ef svo er, hvaða reglur gilda þar um?

    Engar reglur eru um endurgreiðslu kostnaðar sjúkratryggðra vegna glasafrjóvgunar eða um styrki vegna glasafrjóvgana. Rétt er þó að vekja athygli á því að eins og fram kom í svari við fyrirspurn Bryndísar Hlöðversdóttur og Guðrúnar Ögmundsdóttur um sértekjur glasafrjóvgunardeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss (þskj. 682 í 188. máli þessa löggjafarþings) greiddu sjúklingar á síðustu þremur árum að meðaltali um 30% meðferðarkostnaðar að meðtöldum lyfjakostnaði. Þátttaka ríkisins í kostnaði við glasafrjóvgun er því að meðaltali um 70%.