Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 360. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1000  —  360. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um eftirlit með skipum.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Í stað orðanna „mengun sjávar“ í 6. mgr. 1. gr. komi: mengun frá skipum.
     2.      Í stað orðanna „mengun sjávar“ í 2. mgr. 3. gr. komi: mengun frá skipum.
     3.      Orðin „Útgerðarmanni og“ í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. falli brott.
     4.      Í stað orðanna „mengun sjávar og stranda“ í lok 1. mgr. 11. gr. komi: mengun frá skipum.
     5.      Á eftir orðunum „öryggi skipa“ í 1. mgr. 12. gr. komi: og varnir gegn mengun frá skipum.
     6.      Við 13. gr.
                  a.      Í stað orðsins „einstaklingur“ í 1. málsl. 4. tölul. komi: stjórn stéttarfélags.
                  b.      Í stað síðari málsliðar 4. tölul. komi tveir málsliðir, svohljóðandi: Siglingastofnun er óheimilt að veita upplýsingar um það hver hafi lagt fram slíka kröfu eða kvörtun. Útgerðarmaður á þó rétt á þessum upplýsingum hafi krafa eða kvörtun reynst ástæðulaus.
     7.      Við 15. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „Siglingastofnunar Íslands“ í 1. mgr. komi: eða Landhelgisgæslu Íslands.
                  b.      Á eftir orðunum „Siglingastofnun Íslands“ í 2. mgr. komi: og Landhelgisgæslu Íslands.
                  c.      3. mgr. orðist svo:
                     Siglingastofnun Íslands og Landhelgisgæsla Íslands annast eftirlit skv. 1. mgr. og gera með sér samstarfssamning um hvernig því skuli hagað.
     8.      Í stað orðanna „og þeirra manna sem skipinu fylgja“ í 2. mgr. 18. gr. komi: þeirra manna sem skipinu fylgja og mengunarhættu frá skipinu.
     9.      1. mgr. 25. gr. orðist svo:
                  Verkefni farbannsnefndar er að úrskurða um gildi farbanns.
     10.      1. málsl. 35. gr. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2004.








Prentað upp.