Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 580. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1006  —  580. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Sverris Hermannssonar um umfang happdrættismarkaðarins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hverjar voru heildartekjur, rekstrargjöld og hagnaður þeirra happdrætta sem störfuðu eða efnt var til samkvæmt lögum árin 2000 og 2001?
     2.      Hver var heildarupphæð útborgaðra vinninga sömu ár?
     3.      Eru uppi hugmyndir af hálfu ráðuneytisins um breytt skipulag happdrættismála og ef svo er, í hverju felast þær hugmyndir?


    Eftirfarandi tafla, sem skipt er eftir happdrættum, sýnir í millj. kr. rekstrartekjur, rekstrargjöld, hagnað og útborgaða vinninga þeirra aðila sem störfuðu samkvæmt lögum árin 2000 og 2001.

Happdrætti Háskóla Íslands 2001 2000
Rekstrartekjur 2.456,3 2.178,8
Rekstrargjöld 1.875,0 1.639,6
Hagnaður 467,1 435,3
Vinningar* 1.117,6 979,6
*Vinningar í gullnámu, sem nema um 86% af veltu, eru hvorki tekju- né gjaldfærðir, utan vinninga í gullpotti.
Vöruhappdrætti SÍBS 2001 2000
Rekstrartekjur 280,6 290,7
Rekstrargjöld 248,9 240,7
Hagnaður 31,7 50,0
Vinningar 169,6 164,3
Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna – DAS
2000–2001

1999–2000
Rekstrartekjur 174,6 163,5
Rekstrargjöld 136,1 142,4
Hagnaður 46,2 26,0
Vinningar 67,2 62,8
Íslenskar getraunir 2001 2001, 1. júlí – 31. desember
Rekstrartekjur 385,8 184,4
Rekstrargjöld 311,7 153,5
Hagnaður 76,2 31,4
Vinningar 223,8 102,1
Íslensk getspá 2001 2001, 1. júlí – 31. desember
Rekstrartekjur 1.198,1 565,5
Rekstrargjöld 820,1 393,2
Hagnaður 385,7 173,8
Vinningar 479,1 226,1
Íslenskir söfnunarkassar 2001 2000
Rekstrartekjur 1.098,4 1.083,4
Rekstrargjöld 181,2 155,9
Hagnaður 923,5 932,4
Vinningar, sem nema um 90% af veltu, eru hvorki tekju- né gjaldfærðir.


    Ráðuneytið hefur haft endurskoðun á lögum um happdrætti á dagskránni og hófst það verk með gerð skýrslu um stöðu happdrættismála sem lokið var við árið 1999. Síðan hefur verið unnið áfram að málinu, m.a. með það í huga að tryggja að tekjur af happdrættisrekstri fari áfram til þjóðþrifamála hér á landi en streymi ekki úr landi. Tilkoma internets og fjölbreytt framboð af happdrættum, sem eru rekin þar, hefur skapað alþjóðlegan happdrættismarkað og að nokkru leyti ógn við innlendan happdrættisrekstur. Ráðuneytið hefur haft náið samráð við yfirvöld happdrættismála annars staðar á Norðurlöndum og eru nú haldnir reglulegir fundir þessara aðila, en happdrættisreglur eru þar einnig til endurskoðunar. Unnið er að frumvarpi að lögum sem ætlað er að leysa lögin frá 1926 um happdrætti af hólmi.