Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 561. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1045  —  561. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um opinber gjöld á handfrjálsan búnað.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Eru lagðir tollar, vörugjöld eða önnur opinber gjöld á handfrjálsan búnað sem Alþingi hefur lögbundið við notkun farsíma við akstur? Ef svo er, hver og hve há eru þessi gjöld?

    Á handfrjálsan búnað sem tengdur er farsíma við akstur er lagður 7,5% tollur ef varan er upprunnin í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins en enginn tollur er lagður á vöruna ef hún er upprunnin í löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þá ber handfrjáls búnaður 25% vörugjald.