Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 653. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1063  —  653. mál.




Frumvarp til fjáraukalaga


fyrir árið 2003 vegna aðgerða í atvinnu- og byggðamálum.

(Lagt fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)



A-hluti.

Rekstraryfirlit ríkissjóðs.

    Eftirtaldar breytingar verða á 1. gr. fjárlaga fyrir árið 2003, sbr. sundurliðun 1 og 2:

Rekstrar- Sjóðs-
m.kr. grunnur hreyfingar
Skatttekjur
0,0 0,0
Sala eigna
2.600,0 2.600,0
Tekjur samtals
2.600,0 2.600,0
Menntamálaráðuneyti
1.000,0 1.000,0
Samgönguráðuneyti
3.000,0 3.000,0
Iðnaðarráðuneyti
700,0 700,0
Gj ö ld samtals
4.700,0 4.700,0
Tekjujöfnuður
-2.100,0



A-hluti Sjóðstreymi ríkissjóðs

2. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr. fjárlaga fyrir árið 2003:
m.kr.
Rekstrarhreyfingar
Tekjujöfnuður
-2.100,0
Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á sjóðstreymi
-2.600,0
Handb æ rt f é fr á rekstri
-4.700,0
Fj á rmunahreyfingar
Veitt stutt lán
-3.500,0
Sala hlutabréfa og eignarhluta
4.200,0
Fj á rmunahreyfingar samtals
700,0
Hreinn l á nsfj á rj ö fnu ð ur
-4.000,0
Fj á rm ö gnun
Tekin löng lán
2.500,0
Fj á rm ö gnun samtals
2.500,0
Breyting á handb æ ru f
é
-1.500,0


Sundurliðun 1.


Tekjur A-hluta.




m.kr.
Rekstrar-
grunnur
Greiðslu-
grunnur
III Sala eigna
13 Sala varanlegra rekstrarfjármuna
13.2
Söluhagnaður hlutabréfa
2.600,0 2.600,0
Sala varanlegra rekstrarfjármuna
2.600,0 2.600,0
Sala eigna samtals
2.600,0 2.600,0
Heildartekjur samtals
2.600,0 2.600,0


Sundurliðun 2.


Fjármál ríkisaðila í A-hluta.



02     Menntamálaráðuneyti

m.kr.
02-969 Menningarstofnanir, viðhald og stofnkostnaður
Stofnkostnaður:
6.95
Menningarhús
1.000,0
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði
1.000,0
02        Menntamálaráðuneyti, gjöld umfram tekjur
1.000,0
Greitt úr ríkissjóði
1.000,0
Innheimt af ríkistekjum
0,0
Viðskiptahreyfingar
0,0


10         Samgönguráðuneyti
10-211 Vegagerðin
Stofnkostnaður:
6.10
Nýframkvæmdir
3.000,0
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði
3.000,0

10         Samgönguráðuneyti, gjöld umfram tekjur
3.000,0
Greitt úr ríkissjóði
3.000,0
Innheimt af ríkistekjum
0,0
Viðskiptahreyfingar
0,0



11         Iðnaðarráðuneyti
11-411 Byggðastofnun
Almennur rekstur:
1.13
Atvinnuþróunarátak
700,0
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði
700,0
11        Iðnaðarráðuneyti, gjöld umfram tekjur
700,0
Greitt úr ríkissjóði
700,0
Innheimt af ríkistekjum
0,0
Viðskiptahreyfingar
0,0


Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.



Inngangur


    Með frumvarpi þessu eru lagðar fyrir Alþingi tillögur að breytingum á tekjum og gjöldum í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um átak í atvinnu- og byggðamálum frá 11. febrúar sl. Samkvæmt samþykktinni aukast framlög til vegaframkvæmda um 4.600 m.kr. á næstu 18 mánuðum og vinnu við verkefni sem þegar hafa verið ákveðin verður flýtt innan ársins. Er markmiðið að efla atvinnutækifæri fram til þess tíma er áhrifa stóriðjuframkvæmda fer að gæta til fulls. Jafnframt er með samþykktinni hrint í framkvæmd áætlun um menningarhús og fé til atvinnuþróunar er aukið. Er gert ráð fyrir að selja það sem eftir er af hlut ríkissjóðs í Búnaðarbanka Íslands og í Landsbanka Íslands, svo og eignarhlut ríkissjóðs í Íslenskum aðalverktökum til að fjármagna framlög til vegaframkvæmda og til atvinnuþróunar, en að framlög til menningarhúsa verði fjármögnuð með tekjum af þegar seldum eignum.

     Áhrif á afkomu árið 2003. Alls er gert ráð fyrir að útgjöld árið 2003 aukist um 4.700 m.kr. og verði samtals 264,8 milljarðar króna. Samþykkt ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 6.300 m.kr. útgjöldum á næstu 18 mánuðum og er því gert ráð fyrir að 1.600 m.kr. komi til gjalda árið 2004. Hagnaður af sölu eigna aukist um 2.600 m.kr. og heildartekjur verði því 274,2 milljarðar króna. Afkoma ríkissjóðs rýrnar því um 2.100 m.kr. og tekjuafgangur á ríkissjóði verður 9.358 m.kr í stað 11.458 m.kr. Áætlað er að heildartekjur af sölu hlutabréfa og eignarhluta verði 16.870 m.kr. en þær eru áætlaðar 12.670 m.kr í fjárlögum. Á móti kemur að söluhagnaður frá fyrra ári lækkar um 3.500 m.kr. og lækka viðskiptareikningar samsvarandi. Fjármunahreyfingar aukast því um 700 m.kr. en þar sem handbært fé frá rekstri lækkar um 4.700 m.kr. vegna aukinna útgjalda lækkar lánsfjárafgangur samtals um 4.000 m.kr. Til að mæta því er gert ráð fyrir að niðurgreiðsla skulda verði 11.100 m.kr. í stað 13.600 m.kr. Þá er gert ráð fyrir því að handbært fé í árslok verði 1.500 m.kr. minna en í fjárlögum. Söluverðmæti eignarhluta er miðað við gengi gjaldmiðla við undirskrift. Breytingar á gengi hafa bæði áhrif á tekjur af sölu eigna og afborganir erlendra lána. Breytingar á gengisforsendum hafa því minni háttar áhrif á fjármögnun ríkissjóðs.

1 Tekjur A-hluta.


    Áætlun um tekjur af sölu eigna er miðuð við að hagnaður af söluverðmæti Landsbanka Íslands verði færður á árið 2002 og hagnaður af sölu Búnaðarbanka Íslands færist á árið 2003. Jafnframt er gert ráð fyrir að sá hlutur sem ríkissjóður á enn eftir í viðskiptabönkunum verði seldur á þessu ári, þ.e. 2,5% eignarhlutur í Landsbanka og 9,11% hlutur í Búnaðarbanka. Loks er gert ráð fyrir að tæplega 40% hlutur ríkissjóðs í Íslenskum aðalverktökum verði seldur. Samtals er söluhagnaður eigna árið 2003 áætlaður 12.400 m.kr. en er 9.800 m.kr í fjárlögum og hækkar því um 2.600 m.kr. Heildarsöluandvirði er áætlað um 4.200 m.kr. meira en gert er ráð fyrir í fjárlögum.

2 Gjöld A-hluta.


    Samtals er í frumvarpinu lagt til að gjöld A-hluta hækki um 4.700 m.kr. árið 2003, eins og fram hefur komið. Þar af er gert ráð fyrir að 3.000 m.kr. fari til vegagerðar, 700 m.kr. til atvinnuþróunarátaks hjá Byggðastofnun og 1.000 m.kr. til menningarbygginga. Gert er ráð fyrir að það sem á vantar til vegagerðar, eða 1.600 m.kr., falli til á næsta ári og samtals verði því varið 6.300 m.kr. til atvinnu- og byggðamála á næstu 18 mánuðum. Nánari grein er gerð fyrir útgjöldum hér á eftir.

Athugasemdir við einstaka fjárlagaliði.



02 Menntamálaráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðuneytis verði aukin um 1.000 m.kr.

969    Menningarstofnanir, viðhald
og stofnkostnaður.
        6.95 Menningarhús. Lagt er til að stofnað verði nýtt viðfangsefni, 6.95 Menningarhús, og að framlag til þess verði 1.000 m.kr. Er framlagið ætlað sem stofnstyrkur til sveitarfélaga til byggingar á menningarhúsum í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá árinu 1999. Er stefnt að því að veita sérstaka stofnstyrki til menningarhúsa sem skapi aðstöðu til að stunda menningarstarf, svo sem tónlist og leiklist miðað við breyttar kröfur. Er markmiðið að bæta aðstöðu til menningar og listastarfs á landsbyggðinni og er miðað við að húsin verði starfrækt í þéttbýli. Í samræmi við átak ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum er hér lagt til að veitt verði 1.000 m.kr. óskipt framlag til menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum.

10 Samgönguráðuneyti

    Lagt er til að fjárheimild samgönguráðuneytis verði aukin um 3.000 m.kr.

211    Vegagerðin.
        6.21 Nýframkvæmdir. Lagt er til að framlag til nýframkvæmda hækki um 3.000 m.kr. í samræmi við átak ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum. Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 11. febrúar sl. hækka framlög til vegamála um samtals 4.600 m.kr. til að efla atvinnu á næstu 18 mánuðum. Er hér gert ráð fyrir að um 3.000 m.kr. falli á yfirstandandi ár en 1.600 m.kr. á árið 2004. Undirbúningur framkvæmda er kominn mismunandi langt á veg og því ekki á þessari stundu ljóst hve mikið af verkefnum fellur á þetta ár. Því er gert ráð fyrir að afgangur fjárveitingar eða halli á liðnum færist yfir á næsta ár eftir stöðu verkefna. Í samþykkt ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að 1.000 m.kr. fari til vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu, 1.000 m.kr. til vegagerðar á norð – austursvæðinu, 500 m.kr. til Suðurstrandarvegar, 200 m.kr. í Hellisheiði og 200 m.kr. í Gjábakkaleið. Þá er gert ráð fyrir að 1.000 m.kr. fari til vegagerðar á Vestfjörðum og 200 m.kr. í Þverárfjallsveg. Loks er gert ráð fyrir 500 m.kr. framlagi til jarðgangagerðar um Almannaskarð.

11 Iðnaðarráðuneyti



    Lagt er til að fjárheimild iðnaðarráðuneytis verði aukin um 700 m.kr.

411    Byggðastofnun.
        1.13 Atvinnuþróunarátak. Lagt er til að stofnað verði nýtt viðfangsefni, 1.13 Atvinnuþróunarátak, með 700 m.kr. framlagi. Gert er ráð fyrir að Byggðastofnun ráðstafi fjármagninu til verkefna á sviði atvinnuþróunar á landsbyggðinni. Við ráðstöfun fjárins verði tekið mið af þeim áherslum sem fram koma í byggðaáætlun 2002–2005 og haft samráð við aðra sem vinna að atvinnuþróunarverkefnum.