Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 518. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1066  —  518. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Í stað orðanna „að sjóði“ í 6. tölul. 2. gr. komi: í sjóði.
     2.      Orðin „og hljóði á nafn“ í 3. tölul. 1. mgr. 9. gr. falli brott.
     3.      Við síðari málslið 2. mgr. 25. gr. bætist: sbr. þó 4. mgr. 23. gr.
     4.      Í stað orðanna „skal ekki koma“ í 26. gr. komi: kemur ekki.
     5.      Í stað orðanna „tap af samningnum getur numið meira en 5% af eignum sjóðsins“ í 1. málsl. 2. mgr. 35. gr. komi: mótaðilaáhætta af samningnum nemur meira en 5% af eignum sjóðsins.
     6.      Í stað orðanna „að fjárfestingarsjóði“ í 1. málsl. 1. mgr. 52. gr. komi: í fjárfestingarsjóði.
     7.      Við 54. gr. bætist nýr töluliður er verði 1. tölul. og orðist svo: Fjárfestingarsjóðum er heimilt að fjárfesta í hlutdeildarskírteinum annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu en verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða án tillits til 3. tölul. 30. gr. Þó má heildarfjárfesting fjárfestingarsjóðs í öðrum sjóðum en verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum ekki fara yfir 20% af eignum fjárfestingarsjóðs.
     8.      Við 62. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Hlutabréfasjóði er skylt að vekja sérstaka athygli viðskiptavinar á þeim reglum sem gilda um innlausnarskyldu sjóðsins.
     9.      Við 63. gr.
                  a.      Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                     Ákvæði V.–IX. kafla laga um verðbréfaviðskipti gilda um hlutabréfasjóði.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Tilvísanir í lög um fjármálafyrirtæki og lög um verðbréfaviðskipti.
     10.      6. tölul. 1. mgr. 69. gr. orðist svo: markaðssetningu verðbréfasjóða hér á landi með staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (1. mgr. 43. gr.).
     11.      Í stað orðanna „um sameiginlega fjárfestingu til almennings sem“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III komi: sem veita viðtöku fé frá almenningi til sameiginlegrar fjárfestingar og.