Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 509. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1067  —  509. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði.

Frá Steingrími J. Sigfússyni, Árna Steinari Jóhannssyni, Jóni Bjarnasyni,


Kolbrúnu Halldórsdóttur, Þuríði Backman og Ögmundi Jónassyni.    11. gr. orðist svo:
    Lög þessi öðlast gildi 15. maí 2003, enda hafi bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði í tengslum við hana áður verið samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu, þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fer fram samhliða alþingiskosningum 10. maí 2003.
    Dómsmálaráðherra setur, að höfðu samráði við allsherjarnefnd Alþingis, nánari reglur um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslunnar.