Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 675. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1098  —  675. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. málsl. 2. tölul. A-liðar 7. gr. laganna:
     1.      Í stað orðanna „skv. 14. gr. og 35. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar, með síðari breytingum“ kemur: skv. 14. og 30. gr. laga um almannatryggingar og 3. gr. laga um félagslega aðstoð.
     2.      Í stað orðanna „skv. 14. gr. sömu laga“ kemur: skv. 14. gr. laga um almannatryggingar.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. mgr. 17. gr. laganna:
     1.      Í stað orðanna „ákvæðum laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði“ í 1. málsl. kemur: lögum um fjármálafyrirtæki.
     2.      Í stað orðanna „skv. 23. gr. laga nr. 113/1996“ í 2. málsl. kemur: samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
     3.      Í stað orðanna „ákvæðum laga nr. 113/1996“ í 4. málsl. kemur: lögum um fjármálafyrirtæki.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 30. gr. laganna:
     1.      Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 1. tölul. A-liðar kemur: fjármálaráðherra.
     2.      Í stað orðanna „laga þessara“ í lokamálslið 4. mgr. 1. tölul. B-liðar kemur: laga nr. 154/1998.

4. gr.

    Í stað orðanna „skv. lögum nr. 10/1993, um verðbréfasjóði“ í 3. mgr. 5. tölul. 31. gr. laganna kemur: samkvæmt lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.

5. gr.

    Í stað orðanna „1. málsl. 1. mgr. 31. gr.“ í inngangsmálslið 38. gr. laganna kemur: 1. mgr. 1. tölul. 31. gr.

6. gr.

    Í stað orðanna „laga þessara“ í lokamálslið 4. mgr. 57. gr. B laganna kemur: laga nr. 154/1998.

7. gr.

    Í stað orðanna „Byggingarsjóði ríkisins“ í 2. og 5. mgr. B-liðar 69. gr. laganna kemur: Íbúðalánasjóði.

8. gr.

    Í stað orðanna „Byggingarsjóður ríkisins, Byggingarsjóður verkamanna“ í 1. tölul. 5. mgr. 72. gr. laganna kemur: Íbúðalánasjóður.

9. gr.

    Orðin „Byggingarsjóði ríkisins og“ í 78. gr. laganna falla brott.

10. gr.

    Í stað orðsins „skylda“ í 1. málsl. 1. mgr. 94. gr. laganna kemur: skylt.

11. gr.

    6. mgr. 96. gr. laganna fellur brott.

12. gr.

    100. gr. laganna orðast svo:
    Úrskurðum skattstjóra um endurákvörðun skv. 5. mgr. 96. gr. og kæruúrskurðum skv. 99. gr. má skjóta til yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd.

13. gr.

    Í stað orðanna „samkvæmt IV. kafla laga nr. 73/1980“ í 1. mgr. 113. gr. laganna kemur: skv. IV. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga.

14. gr.

    Í stað orðanna „verðbóta, sem greiða ber skv. 2. mgr.“ í 4. mgr. 121. gr. laganna kemur: álags, sem greiða ber skv. 1. mgr.

15. gr.

    124. gr. laganna orðast svo:
    Ákvæði laga þessara um hlutabréf og jöfnunarhlutabréf skulu gilda með sama hætti um samvinnuhlutabréf, sbr. lög um samvinnufélög, og stofnfjárbréf í sparisjóðum, sbr. lög um fjármálafyrirtæki, eftir því sem við á.

16. gr.

    Í stað orðanna „sem myndaður hefur verið skv. 37. gr. gildandi laga“ í ákvæði til bráðabirgða XLVI í lögunum kemur: sem myndaður var skv. 37. gr. laga nr. 75/1981 fyrir breytingu með lögum nr. 133/2001.

17. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skal fella meginmál þeirra inn í lög nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt með samfelldri greinatölu og kaflanúmerum og samfelldri röð töluliða, stafliða og ákvæða til bráðabirgða sem enn hafa gildi.

Greinargerð.


    Með lögum nr. 133/2001 og lögum nr. 152/2002, um breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, var ákveðið að endurútgefa lög um tekjuskatt og eignarskatt.
    Í frumvarpi þessu eru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt í tengslum við fyrirhugaða endurútgáfu á lögunum. Ekki er um efnisbreytingar á lögunum að ræða, heldur einungis einfaldar lagfæringar, svo sem uppfærslu á tilvísunum í lög sem fallið hafa úr gildi og niðurfellingu eða breytingar á ákvæðum sem láðst hefur að gera í tengslum við aðrar breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt eða í tengslum við breytingar á öðrum lögum.