Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 677. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1100  —  677. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um barnabætur.

Frá Ögmundi Jónassyni.



    Hvert hefur verið framlag ríkissjóðs til barnabóta og barnabótaauka árlega frá og með árinu 1991, sundurgreint á eftirfarandi:
       a.      ótekjutengdar barnabætur í millj. kr. og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu,
       b.      tekjutengdar barnabætur í millj. kr. og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu,
       c.      barnabætur alls í millj. kr. og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu,
       d.      barnabætur alls á föstu verðlagi, samkvæmt vísitölu?


Skriflegt svar óskast.