Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 347. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1109  —  347. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um verðbréfaviðskipti.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Á eftir orðinu „verðbréfasjóðir“ í ii-lið b-liðar 7. tölul. 2. gr. komi: og fjárfestingarsjóðir.
     2.      2. málsl. 1. mgr. 5. gr. orðist svo: Enn fremur skal fjármálafyrirtæki afla upplýsinga frá viðskiptavinum um fjárhagsstöðu þeirra séu þeir í viðvarandi viðskiptasambandi við fjármálafyrirtækið.
     3.      Á eftir orðinu „gagnvart“ í 2. tölul. 14. gr. komi: fjárhagslega.
     4.      B-liður 2. tölul. 1. mgr. 23. gr. orðist svo: Hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða eða fjárfestingarsjóða.
     5.      Í stað hlutfallstölunnar „50%“ í 1. og 4. tölul. 32. gr. komi: 40%.
     6.      39. gr. orðist svo:
                   Fjármálagerningar sem ákvæði kafla þessa taka til eru eftirfarandi:
                  1.      fjármálagerningar sem skráðir hafa verið eða óskað hefur verið eftir að verði skráðir á skipulegum verðbréfamarkaði og
                  2.      fjármálagerningar sem tengdir eru einum eða fleiri fjármálagerningum skv. 1. tölul.
     7.      Í stað orðsins „opnar“ í 1. málsl. 3. mgr. 40. gr. komi: er opnaður.
     8.      42. gr. orðist svo:
                   Fjármálagerningar sem ákvæði kafla þessa taka til eru eftirfarandi:
                  1.      fjármálagerningar sem skráðir hafa verið eða óskað hefur verið eftir að verði skráðir á skipulegum verðbréfamarkaði og
                  2.      fjármálagerningar sem tengdir eru einum eða fleiri fjármálagerningum skv. 1. tölul.
     9.      Í stað orðanna „innan útgefandans“ í 1. mgr. 46. gr. komi: hjá útgefanda.
     10.      1. málsl. 60. gr. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2003.
     11.      Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
                  Nú á eigandi hlutafjár meira en 40% atkvæðisréttar í félagi sem var skráð á skipulegum verðbréfamarkaði við gildistöku laga þessara og er hann þá ekki tilboðsskyldur skv. 1. mgr. 32. gr. laga þessara, enda auki hann ekki atkvæðisrétt sinn í félaginu umfram næsta verulega hlut, sbr. 1. mgr. 27. gr. Sama gildir hafi aðili á grundvelli samnings við aðra hluthafa rétt til að ráða yfir sem nemur 40% atkvæða í félaginu við gildistöku laga þessara.