Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 687. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1119  —  687. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um stofnun hlutafélags um Norðurorku, nr. 159 20. desember 2002.

Frá iðnaðarnefnd.



1. gr.

    2. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
    Um biðlaunarétt fastráðinna starfsmanna Norðurorku við stofnun hlutafélagsins fer eftir grein 11.1.1 í kjarasamningi Starfsmannafélags Akureyrarbæjar og launanefndar sveitarfélaga f.h. Akureyrarbæjar sem tók gildi 1. apríl 2001.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Við setningu laga um stofnun hlutafélags um Norðurorku var það yfirlýst markmið að áunnin réttindi starfsmanna fyrirtækisins samkvæmt gildandi kjarasamningi yrðu ekki rýrð við formbreytingu rekstrarins, sbr. nefndarálit meiri hluta iðnaðarnefndar um frumvarpið, þskj. 759 í 457. máli þessa þings. Í lagatextanum er vísað til þess að um biðlaunarétt starfsmanna fari eftir lögum nr. 70/1996. Þau lög hafa aldrei gilt um biðlaunarétt starfsmanna heldur hefur biðlaunarétturinn verið samkvæmt kjarasamningi. Með frumvarpi þessu er ætlunin að færa lagatextann til þess horfs sem stefnt var að og fer samkvæmt því um biðlaunarétt fastráðinna starfsmanna á þeim tíma er hlutafélagið var stofnað samkvæmt tilvitnuðum kjarasamningi.