Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 568. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1129  —  568. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um vátryggingastarfsemi, nr. 60/1994, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.     1.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „heimild vátryggingafélags til að leita greiðslustöðvunar og nauðasamnings“ í 2. mgr. a-liðar komi: heimild vátryggingafélags til greiðslustöðvunar og til að leita nauðasamnings.
                  b.      Í stað orðanna „heimild til að leita greiðslustöðvunar eða nauðasamnings“ í 1. málsl. 3. mgr. a-liðar komi: heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings.
                  c.      4. mgr. a-liðar orðist svo:
                     Úrskurður dómstóls í öðru aðildarríki um endurskipulagningu fjárhags vátryggingafélags með aðalstöðvar í því aðildarríki tekur til útibúa vátryggingafélagsins hér á landi.
                  d.      1. mgr. b-liðar orðist svo:
                     Íslensk lög skulu gilda um endurskipulagningu fjárhags vátryggingafélags nema á annan veg sé fyrir mælt í þessari grein.
                  e.      Í stað orðanna „rétt veðhafa eignarréttinda“ í 1. málsl. 5. mgr. b-liðar komi: rétt veðhafa vegna eignarréttinda.
                  f.      Í stað orðanna „heimildar vátryggingafélags til að leita greiðslustöðvunar eða nauðasamnings“ í 9. mgr. b-liðar komi: heimildar vátryggingafélags til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings.
     2.      5. efnismgr. 3. gr. orðist svo:
                  Úrskurður dómstóls í öðru aðildarríki um að bú líftryggingafélags með aðalstöðvar í því ríki sé tekið til gjaldþrotaskipta tekur til útibúa félagsins hér á landi.
     3.      3. efnismgr. 4. gr. orðist svo:
                  Úrskurður dómstóls í öðru aðildarríki um að bú vátryggingafélags með aðalstöðvar í því ríki sem rekur aðra starfsemi en líftryggingastarfsemi sé tekið til gjaldþrotaskipta tekur einnig til útibúa félagsins hér á landi.
     4.      Við 5. gr.
                  a.      1. efnismgr. orðist svo:
                     Íslensk lög skulu gilda um gjaldþrotaskipti vátryggingafélags nema á annan veg sé fyrir mælt í þessari grein.
                  b.      7. efnismgr. orðist svo:
                     Þrátt fyrir ákvæði 5. og 6. mgr. er heimilt að beita ákvæðum III. kafla laga um samningsgerð, umboð og ógilda gerninga, nr. 7/1936, eða ákvæðum XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, nema lög gistiríkis heimili ekki slíkt.

Prentað upp.