Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 611. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1130  —  611. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Erlu Pétursdóttur, Lilju Sturludóttur og Ragnheiði Snorradóttur frá fjármálaráðuneytinu. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Samtökum atvinnulífsins, tollstjóranum í Reykjavík og Hafnasambandi sveitarfélaga.
    Með frumvarpinu er lagt til að Kópavogshöfn verði aðaltollhöfn sem hefur þá þýðingu að skip sem eru í förum til og frá landinu geta fengið fyrstu og síðustu tollafgreiðslu hér á landi við höfnina.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Hjálmar Árnason og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. mars 2003.Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Gunnar Birgisson.Árni R. Árnason.


Adolf H. Berndsen.


Jóhanna Sigurðardóttir.