Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 692. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1150  —  692. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um umhverfisvöktun á framkvæmdatíma Kárahnjúkavirkjunar.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hyggst ráðherra koma á frekari vöktun umhverfisáhrifa Kárahnjúkavirkjunar á framkvæmdatíma virkjunarinnar, m.a. með tilliti til hreindýra, fugla, gróðurs og aksturs utan vega?
     2.      Mun ráðherra sjá til þess að Náttúrufræðistofnun og Náttúrustofa Austurlands fái fjármagn til að sinna nauðsynlegri vöktun á umhverfi meðan á gerð Kárahnjúkavirkjunar stendur?
     3.      Mun ráðherra, í ljósi þess að framkvæmdir eru þegar hafnar við gerð Kárahnjúkavirkjunar án þess að sérstök áætlun um vöktun hafi verið sett í gang, beita sér fyrir að slíkri áætlun verði komið á og að viðkomandi stofnanir fái fjármagn til að sinna eftirlitshlutverki sínu?
     4.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir fjölþættari umhverfisvöktun við Lagarfljót en fram hefur komið?
     5.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir að nú þegar verði komið á sérstakri vöktun hreindýranna þar sem senn líður að burði hreinkúnna?
     6.      Mun ráðherra beita sér fyrir aukinni löggæslu og eftirliti á svæðinu á framkvæmdatíma virkjunarinnar, m.a. til að koma í veg fyrir utanvegaakstur?


Skriflegt svar óskast.















Prentað upp.