Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 598. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1187  —  598. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97 10. maí 2002.

Frá félagsmálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Gylfa Kristinsson og Ástu S. Helgadóttur frá félagsmálaráðuneyti. Með frumvarpinu eru lagðar til tvær breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002. Annars vegar er lögð til breyting á orðskýringu í 7. tölul. 3. gr. laganna um búsetuleyfi og hins vegar breyting á 14. gr. laganna til samræmis við ákvæði nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), svonefnds Vaduz- samnings. Lagt er til að undanþáguákvæði frá kröfu um atvinnuleyfi í lögunum verði gert skýrara. Þá er bætt við ákvæði um heimild til að kveða nánar í reglugerð á um stöðu þeirra útlendinga sem hvorki eru ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið né Sviss.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Guðrún Ögmundsdóttir og Jónína Bjartmarz voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. mars 2003.Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Ásta R. Jóhannesdóttir.Steingrímur J. Sigfússon.


Drífa Hjartardóttir.


Kjartan Ólafsson.Kristinn H. Gunnarsson.