Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1192, 128. löggjafarþing 521. mál: einkahlutafélög (ársreikningar, slit félaga).
Lög nr. 52 20. mars 2003.

Lög um breytingu á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 2. mgr. 1. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Hafi hlutafé í eldra félagi verið hækkað upp í eða yfir mörk 1.–4. málsl. skal ekki fara niður fyrir það lágmark nema hið lága hlutafé í félaginu hafi verið hækkað og lækkað samtímis.

2. gr.

     1. tölul. 2. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: heiti félagsins og hugsanlegt erlent aukheiti.

3. gr.

     Orðin „eða fjárhæðir sem komið hafa fram vegna færslna í endurmatsreikning samkvæmt ákvæðum laga um ársreikninga“ í 1. mgr. 29. gr. laganna falla brott.

4. gr.

     Í stað orðanna „skipuð einum eða tveim mönnum“ í 2. málsl. 1. mgr. 39. gr. laganna kemur: skipuð einum manni.

5. gr.

     Í stað orðanna „lagt í varasjóð“ í 1. málsl. 2. mgr. 75. gr. laganna kemur: fært á yfirverðsreikning innborgaðs hlutafjár samkvæmt lögum um ársreikninga.

6. gr.

     3. tölul. 1. mgr. 82. gr. laganna orðast svo: þegar endurskoðaðir og samþykktir ársreikningar hafa ekki verið sendir ársreikningaskrá fyrir þrjú síðustu reikningsár, sbr. ákvæði laga um ársreikninga um skil á ársreikningum.

7. gr.

     Í stað orðanna „Ef hlutafélagaskrá telur að einkahlutafélag hafi hætt störfum“ í 1. mgr. 83. gr. laganna kemur: Ef hlutafélagaskrá telur sig hafa upplýsingar um það, m.a. frá ársreikningaskrá, að einkahlutafélag hafi hætt störfum.

8. gr.

     Á eftir 83. gr. laganna kemur ný grein, 83. gr. a, sem orðast svo:
     Í skuldlausu einkahlutafélagi geta hluthafar afhent hlutafélagaskrá skriflega yfirlýsingu um að allar gjaldfallnar og ógjaldfallnar skuldir félagsins hafi verið greiddar og félaginu slitið. Yfirlýsingin skal vera undirrituð með nafni, kennitölu og heimilisfangi allra hluthafa félagsins. Með yfirlýsingu skal fylgja vottorð frá toll- og skattyfirvöldum um að félagið skuldi ekki opinber gjöld.
     Hlutafélagaskrá má einungis skrá slit félagsins ef yfirlýsing hluthafanna berst skránni innan tveggja vikna frá undirskrift yfirlýsingarinnar.
     Hluthafar bera beina, óskipta og ótakmarkaða ábyrgð á skuldum einkahlutafélagsins, hvort sem þær eru gjaldfallnar, ógjaldfallnar eða umdeildar, frá þeim tíma er yfirlýsingin um slit félagsins var gefin.
     Úthluta skal til hluthafa þeim eignum einkahlutafélags sem eftir kunna að standa.

9. gr.

     Í stað orðanna „83. gr.“ í 1. mgr. 84. gr. laganna kemur: 3. mgr. 83. gr.

10. gr.

     2. mgr. 116. gr. laganna orðast svo:
     Útibússtjóri skal senda ársreikningaskrá ársreikninga aðalfélags og útibús samkvæmt lögum um ársreikninga.

11. gr.

     3. málsl. 117. gr. laganna orðast svo: Gæta skal ákvæða 7. mgr. 1. gr.

12. gr.

     3. mgr. 121. gr. laganna orðast svo:
     Tilkynningar til hlutafélagaskrár ásamt fylgiskjölum og tilskildum skráningar- og birtingargjöldum skal senda beint til hlutafélagaskrár.

13. gr.

     2. mgr. 123. gr. laganna fellur brott.

14. gr.

     134. gr. laganna fellur brott.

15. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 2003.