Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 463. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1233  —  463. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum á orkusviði.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar (HjÁ, GuðjG, ÁRÁ, KÓ, ÓÖH).



     1.      Við 4. gr. Efnismálsgrein orðist svo:
                  Rafmagnsveitur ríkisins skulu stunda starfsemi á orkusviði, annaðhvort einar sér eða í samvinnu við önnur fyrirtæki.
     2.      Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  63., 64., 66. og 67. gr. og 3. tölul. 68. gr. laganna falla brott.
     3.      Á eftir 5. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  65. gr. laganna orðast svo:
                  Um gjaldtöku vegna hitaveitustarfsemi fer skv. 3.–6. mgr. 32. gr. Um gjaldtöku vegna raforkustarfsemi fer samkvæmt raforkulögum.
     4.      Við 6. gr. Orðin „á greiðslu“ í efnismálsgrein falli brott.
     5.      Við 9. gr. bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                   Í stað orðanna „1. mgr. 6. gr.“ í 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 1. og 2. mgr. 6. gr.
     6.      Á eftir VII. kafla komi nýr kafli, VIII. kafli, Breyting á lögum nr. 159 20. desember 2002, um stofnun hlutafélags um Norðurorku, með einni nýrri grein, 16. gr., svohljóðandi:
                   Orðin „rafmagni og“ í 2. málsl. 5. gr. laganna falla brott.