Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 661. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1237  —  661. mál.




Breytingartillögur



við frv. til hafnalaga.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (GHall, HjÁ, ArnbS, SI, ÁRÁ).



     1.      Við 14. gr.
                  a.      Orðið „Smærri“ í 5. málsl. 14. gr. falli brott.
                  b.      Við bætist nýr málsliður er verði 6. málsl. og orðist svo: Þetta gildir einnig um sömu hafnir ef þær verða hluti af öðrum hafnarsjóði við sameiningu sveitarfélaga.
     2.      2. málsl. 2. mgr. 17. gr. falli brott.
     3.      Við 24. gr.
                  a.      Í stað orðanna „15 millj. kr.“ í 1. málsl. b-liðar 1. mgr. komi: 20 millj. kr.
                  b.      Í stað orðanna „enda liggi fyrir staðfesting frá Samkeppnisstofnun um að styrkurinn skekki ekki samkeppnisstöðu hafna“ í 2. málsl. b-liðar 1. mgr. komi: m.a. þegar aflaverðmæti viðkomandi hafnar gefur sannanlega ekki rétta mynd af eðlilegum tekjum hennar miðað við aðrar hafnir.
                  c.      Í stað orðanna „30 millj. kr.“ í 1. málsl. c-liðar 1. mgr. komi: 40 millj. kr.
     4.      Í stað orðanna „2003–2014 til og með árinu 2006“ í 2. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II komi: 2003–2006.
     5.      Við ákvæði til bráðabirgða IV bætist: Þá skal nefndin kanna hvort og að hvaða marki raunveruleg samkeppni ríki á milli hafna og jafnframt hvort ástæða sé til þess að skilgreina og skilja á milli hafna í samkeppni og hafna sem eru það ekki. Nefndin skal sérstaklega skoða hag þeirra hafna sem teljast mikilvægar í samgöngukerfi landsins og koma með tillögur til úrbóta ef þörf krefur. Jafnframt ber nefndinni að skoða sérstaklega stöðu skuldugustu hafnanna og koma með tillögur til úrbóta telji hún ástæðu til.