Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 52. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1244  —  52. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um miðstöð atferlis- og eldisrannsókna á þorski á Vestfjörðum.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið sem er endurflutt. Umsagnir bárust frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Hagstofu Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Hólaskóla, Vélstjórafélagi Íslands, Landssambandi fiskeldis- og hafbeitarstöðva, Byggðastofnun, Hafrannsóknastofnuninni, Umhverfisstofnun og Hraðfrystihúsinu Gunnvör hf.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að ríkisstjórninni verði falið að setja á laggirnar miðstöð atferlis- og eldisrannsókna á þorski á Vestfjörðum er hafi það hlutverk að standa fyrir og efla rannsóknir á þessu sviði í samvinnu við háskóla- og rannsóknastofnanir og efla starfsemi rannsóknastofnana á svæðinu í því skyni.
    Sjávarútvegsnefnd telur að tillagan falli vel að áformum ríkisstjórnarinnar um eflingu byggða og atvinnulífs í landinu, sem og rannsóknastarfsemi hérlendis, og leggur því til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Árni Steinar Jóhannsson sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.
    Jóhann Ársælsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. mars 2003.



Árni R. Árnason,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Einar K. Guðfinnsson.



Svanfríður Jónasdóttir.


Guðmundur Hallvarðsson.


Guðjón A. Kristjánsson.



Adolf H. Berndsen.


Hjálmar Árnason.