Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 35. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1245  —  35. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um rannsóknir á þorskeldi.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið sem er endurflutt. Umsagnir bárust um það á síðasta þingi frá Hólaskóla, Byggðastofnun, Landssambandi smábátaeigenda, Verslunarráði Íslands, Samtökum fiskvinnslustöðva, Vélstjórafélagi Íslands, Hollustuvernd ríkisins, Eyþingi – Sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Þjóðhagsstofnun, Hafrannsóknastofnuninni, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra verði falið að hlutast til um að skipulegar rannsóknir á þorskeldi frá klaki til slátrunar verði stórauknar, svo og að fjarða- og kvíaeldi á þorski verði eflt og stutt, með það að markmiði að Íslendingar geti framleitt eldisþorsk til útflutnings innan fárra ára.
    Sjávarútvegsnefnd telur brýnt að móta heildarstefnu í þessum málum og með vísan til þeirrar vinnu sem stjórnvöld eru að vinna nú þegar leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Árni Steinar Jóhannsson sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.
    Jóhann Ársælsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. mars 2003.



Árni R. Árnason,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Einar K. Guðfinnsson.



Svanfríður Jónasdóttir.


Guðmundur Hallvarðsson.


Guðjón A. Kristjánsson.



Adolf H. Berndsen.


Hjálmar Árnason.