Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 192. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1259  —  192. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um aðlögunarstuðning við lífrænan landbúnað.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið sem er endurflutt og var sent til umsagnar á 126. löggjafarþingi. Umsagnir bárust þá frá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda, Bændasamtökum Íslands, Skógrækt ríkisins, Félagi hrossabænda, Æðarræktarfélagi Íslands, Landgræðslu ríkisins, Náttúruvernd ríkisins, Samtökum iðnaðarins, Samtökum atvinnulífsins, Landssamtökum sauðfjárbænda og landbúnaðarráðuneyti.
    Tillagan felur í sér áskorun til ríkisstjórnarinnar um að beita sér fyrir aðgerðum til að veita bændum sérstakan aðlögunarstuðning við lífrænan landbúnað sambærilegan þeim sem veittur er annars staðar á Norðurlöndum.
    Nefndin telur málið mjög þarft og mikilvægt að landbúnaðarráðherra verði falið að beita sér fyrir aðgerðum sem veita bændum sem stunda lífrænan landbúnað og öðrum sem vilja hefja slíkan landbúnað ekki einungis aðlögunarstuðning heldur einnig almennan stuðning við lífrænan búskap.
    Nefndin leggur til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Sigríður Jóhannesdóttir, Guðjón Guðmundsson, Jónína Bjartmarz og Einar Oddur Kristjánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. mars 2003.



Drífa Hjartardóttir,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Karl V. Matthíasson.



Þuríður Backman.


Sigríður Ingvarsdóttir.