Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 463. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1263  —  463. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum á orkusviði.

Frá 1. minni hluta iðnaðarnefndar.



    Þetta frumvarp er eitt af þeim sem fylgja frumvarpi til nýrra raforkulaga. Þar er verið að fella brott ýmis lagaákvæði sem ekki eru talin eiga við eftir að ný raforkulög taka gildi.
    Fulltrúar Samfylkingarinnar munu sitja hjá við afgreiðslu frumvarps til nýrra raforkulaga þar sem ekki er um heildstæða afgreiðslu málsins að ræða heldur er ákvörðunum um mikilvæg atriði skotið á frest með því að setja þau í nefnd og ef sú nefnd nær ekki samkomulagi í tíma tekur III. kafli gildi eins og hann stendur í því frumvarpi. Nefndin á einnig að fjalla um með hvaða hætti jafna eigi kostnað vegna flutnings og dreifingar raforku. Þar liggur ekkert fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar.
    Þetta frumvarp er órofa tengt frumvarpi til nýrra raforkulaga og munu þingmenn Samfylkingarinnar því einnig sitja hjá við afgreiðslu þess.

Alþingi, 11. mars 2003.



Svanfríður Jónasdóttir.


frsm.


Bryndís Hlöðversdóttir.