Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 597. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1299  —  597. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum vegna nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Magnús K. Hannesson frá utanríkisráðuneyti.
    Nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu var undirritaður í Vaduz í Liechtenstein 21. júní 2001 og tók hann gildi 1. júní 2002. Fullgilding samningsins kallaði á fjölmargar lagabreytingar hér á landi sem voru að hluta til gerðar með lögum nr. 76/2002, um breytingu á ýmsum lögum vegna nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, en málið var til meðferðar í utanríkismálanefnd á síðasta þingi (þskj. 1088, 672. mál). Eftir gildistöku þeirra laga kom í ljós að frekari lagabreytinga var þörf og er bætt úr því með þessu frumvarpi. Markmið lagabreytinganna er sem áður fyrst og fremst að veita svissneskum ríkisborgurum og lögaðilum rétt til samræmis við EES-borgara þar sem það leiðir af nýjum stofnsamningi EFTA.
    Við athugun nefndarinnar á málinu kom í ljós að í frumvarpið vantaði enn breytingar á nokkrum lagaákvæðum og leggur nefndin því til að þeim verði bætt við.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali og gerð er grein fyrir hér að framan.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. mars 2003.Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Magnús Stefánsson.Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Björn Bjarnason.


Steingrímur J. Sigfússon.Einar K. Guðfinnsson.


Jónína Bjartmarz.