Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 653. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1323  —  653. mál.




Nefndarálit



um frv. til fjáraukalaga fyrir árið 2003 vegna aðgerða í atvinnu- og byggðamálum.

Frá 1. minni hluta fjárlaganefndar.



    Með frumvarpinu er lagt til að útgjöld árið 2003 aukist um 4.700 millj. kr. og verði samtals 264,8 milljarðar kr. Það sem kemur á óvart er að sú fjárhæð sem hefur verið í umræðunni er 6 milljarðar kr. en ekki 4,7 milljarðar kr. Almennur stuðningur er við að fara í átak er varðar atvinnu- og byggðamál en 1. minni hluti gagnrýnir hvernig staðið var að undirbúningi og bendir á að í málum sem þessum er nauðsynlegt að haft verði að leiðarljósi víðtækt samráð og samvinna við stjórnarandstöðu, verkalýðshreyfinguna og samtök atvinnulífsins. Það var ekki gert í þessu máli.

Alþingi, 13. mars 2003.



Gísli S. Einarsson,


frsm.


Björgvin G. Sigurðsson.