Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 599. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1324  —  599. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um fjarskipti.

Frá minni hluta samgöngunefndar.    Þær breytingar sem verið er að gera á núgildandi lögum um fjarskipti kveða fyrst og fremst á um að innleiða í íslensk lög þær breytingar sem hafa orðið á löggjöf um fjarskipti hjá Evrópusambandinu. Þótt flestar séu þessar breytingar til bóta ber þó að vera á varðbergi gagnvart gagnrýnislausum innleiðingum þessara tilskipana. Hafa verður í huga að þjóðfélagsgerð Íslendinga og ekki hvað síst búsetumynstur sker sig verulega úr samanborðið við flest önnur lönd innan Evrópska efnahagssvæðisins. Meginhluti þjóðarinnar býr á suðvesturhorni landsins en að öðru leyti er byggð mjög dreifð. Það reynir því á samstöðu þjóðarinnar, samhug og samábyrgð við uppbyggingu og rekstur grundvallarþjónustu við almenning eins og fjarskipti eru. Einkavæðing sem felur í sér að fjarskiptafyrirtæki geti fleytt rjómann af markaðinum og skilið fámennari landsvæði eftir á framfæri ríkisins og fólksins sem þar býr er andstæð þeim grundvallarhugsjónum um jöfnuð, samhjálp og samábyrgð sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stendur fyrir.
    Ávallt verður að hafa í huga að tilskipanir sem henta í þéttbýlum svæðum Evrópu henta stundum alls ekki þeim aðstæðum sem hér eru.
    Sérstaklega skal vakin athygli á V. kafla frumvarpsins um markaði. Þar eru auknar heimildir til að skipta landinu upp í markaðssvæði landfræðilega og bjóða út alþjónustu sem allir landsmenn eiga að hafa jafnan aðgang að. Minni hlutinn styður ekki þessa tilhögun og leggur áherslu á að öll svæði landsins þar sem föst búseta er fyrir hendi séu skilgreind sem eitt markaðs- og þjónustusvæði.
    Alþjónusta er skilgreind sem tiltekin fjarskiptaþjónusta sem allir landsmenn skulu eiga aðgang að á jafnréttisgrunni. Ísland mætti eiga frumkvæði að því að auka þá þjónustu sem flokkast undir alþjónustu, t.d. með því að skilgreina breiðbandþjónustu og GSM-farsímaþjónustu í byggð og á aðalþjóðvegum landsins þar undir. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa flutt þingsályktunartillögu um aðgang allra landsmanna að GSM-farsímakerfinu og er hún nú til meðferðar í þinginu.
    Í VIII. kafla frumvarpsins er fjallað um skilamál og gjaldskrár. Mikilvægt er að verðskrár séu gagnsæjar og einfaldar. Er það ekki síður mikilvægt þegar fleiri en einn þjónustuaðili er á markaðinum. Þetta á jafnt við einstaklingsþjónustu og samningsbundna þjónustu þar sem ýmiss konar afslættir eru í boði. Heilbrigð samkeppnni verður aðeins virk með gagnsæjum viðskiptum. Lágmarksskilyrði sem viðskiptaskilmálar skulu uppfylla eru tilgreind í 37. gr. Í fylgiskjali með áliti þessu er birt könnun Neytendasamtakanna þar sem glögglega má sjá hversu flóknar gjaldskrár fjarskiptafyrirtækjanna eru.
    Minni hlutinn telur þrátt fyrir framangreint að margt í frumvarpinu tryggi betur gæði fjarskiptaþjónustunnar og möguleika til að framfylgja samkeppnisreglum en leggur þó ríka áherslu á að byggðir landsins verði skilgreindar sem eitt markaðs- og þjónustusvæði í fjarskiptaþjónustu. Minni hlutinn getur ekki fallist á þær tilskipanir sem kveða á um landfræðilega skiptingi landsins í markaðssvæði í fjarskiptaþjónustu né aðra hugmyndafræði frumvarpsins sem kveður á um að almannaþjónusta, sem fjarskipti eru, sé sett á frjálsan markað. Að mati minni hlutans er enginn grundvöllur fyrir því að almenn samkeppni tryggi jöfnuð í verði, gæðum og útbreiðslu á fjölþættum grunnfjarskiptum hjá svo lítilli og dreifbýlli þjóð sem Íslendingar eru.
    Fari þessi þjónusta að fullu á samkeppnismarkað mun þar ávalt ríkja fákeppni ef ekki einokun á ákveðnum sviðum. Þá er mikilvægt að hindra að einstök fyrirtæki geti komið og fleytt rjómann af viðskiptum við þéttbýlustu svæðin en ekki borið neinar skyldur gagnvart öðrum landsvæðum þar sem meira þarf fyrir hlutunum að hafa. Við þau skilyrði er mikilvægt að þjóðin eigi hið ráðandi þjónustufyrirtæki og beiti styrk þess til að efla og bæta fjarskiptanetið um allt land og tryggja jafnframt jöfnuð í verði og gæðum þjónustunnar hvar sem er á landinu á grundvelli hugsjóna félagshyggju og samábyrgðar þjóðarinnar allrar.

Alþingi, 13. mars 2003.Jón Bjarnason.Fylgiskjal.


Neytendasamtökin:

Síminn – Hvað kostar þegar ég hringi?
Verðkönnun í janúar 2003.

(www.ns.is)


Fréttin um könnunina.
    Með tilkomu fleiri símafyrirtækja á Íslandi varð útreikningur á símakostnaði aðeins flóknari en áður, því fyrir neytendann skiptir máli að vita hvaða kerfi hann er að hringja úr og í hvaða kerfi hann er að hringja í.
    Okkur hér hjá Neytendasamtökunum lék forvitni á að vita, hvort hægt væri að sjá einfaldasta formið á svona útreikningi og þá var símtólið einfaldlega tekið upp og hringt. Það er annarsvegar að hringja í Símann eða Íslandssíma. Á báðum stöðum var þjónustan frábær og ekki stóð á svörunum. Við bárum upp þessa einföldu spurningu: „Hvað kostar að hringja úr þessum síma í þennan síma?“ Svo reiknuðum við hvað símtalið kostar í fimm mínútur og hvað ef talað er í fimmtán mínútur.
    Ein orsök þess að við gerðum könnunina er hve einfalt það er að hringja í vin sinn eða vinkonu, maður bara tekur upp heyrnartólið og potar í tölustafina alla sjö og bíður svo eftir að hann eða hún svari. Þetta er svo einfalt og eðlilegt, að börnin eru orðin rétt talandi þegar þau þurfa að nota símann og svolítið eldri þurfa þau að fá GSM-síma. Foreldrar, sem vinna úti hafa heimilissíma og hvort sinn GSM-símann og börnin 18, 14 og 12 ára hafa einnig GSM- síma.
    Það hafa verið alls konar skýringar á því hvers vegna börnin þurfi síma en sú skondnasta er sú, að þá geti foreldrar vitað hvar börnin eru og gagnkvæmt. Þá er gengið út frá því að allir segi satt í símann. Svo koma símareikningarnir og enginn skilur neitt í þessum fjárhæðum því enginn þykist hafa notað símann, rétt lyft honum til að tala við vin sinn eða vinkonu.

SÍMTALAKOSTNAÐUR
VERÐKÖNNUN NEYTENDASAMTAKANNA Í JAN. 2003

Kvöldtaxti er virka daga kl. 19 til kl. 8 að morgni – og um
helgar kl. 19 á föstudegi til kl. 8 á mánudagsmorgni.


Hringt úr
Síminn Fastlína í:
Tími Upphafs-
gjald, kr.
Mínútan,
kr.
Samtal í
5 mínútur, kr.
Samtal í
15 mínútur, kr.
Síminn Fastlína DAGUR 3,45 1,69 11,90 28,80
KVÖLD 3,45 0,99 8,40 18,30
Síminn-GSM DAGUR 3,45 17,00 88,45 258,45
KVÖLD 3,45 14,60 76,45 222,45
Íslandssími Fastlína DAGUR 3,84 1,97 13,69 33,39
KVÖLD 3,84 1,22 9,94 22,14
Aðra GSM DAGUR 3,84 20,11 104,39 305,49
KVÖLD 3,84 16,03 83,99 244,29
Hringt úr
Síminn-GSM í:
Tími Upphafs-
gjald, kr.
Mínútan,
kr.
Samtal í
5 mínútur, kr.
Samtal í
15 mínútur, kr.
Síminn Fastlína DAGUR 2,00 15,00 77,00 227,00
KVÖLD 2,00 13,00 67,00 197,00
Síminn-GSM DAGUR 1,00 11,00 56,00 166,00
KVÖLD 1,00 11,00 56,00 166,00
Íslandssími Fastlína DAGUR 2,40 15,27 78,75 231,45
KVÖLD 2,40 13,22 68,50 200,70
Aðra GSM DAGUR 2,40 23,90 121,90 360,90
KVÖLD 2,40 19,90 101,90 300,90
Hringt úr
Íslandssími Fastlína í:
Tími Upphafs-
gjald, kr.
Mínútan,
kr.
Samtal í
5 mínútur, kr.
Samtal í
15 mínútur, kr.
Síminn Fastlína DAGUR 3,45 1,57 11,30 27,00
KVÖLD 3,45 0,87 7,80 16,50
Síminn-GSM DAGUR 3,45 17,00 88,45 258,45
KVÖLD 3,45 15,00 78,45 228,45
Íslandssími Fastlína DAGUR 3,45 1,57 11,30 27,00
KVÖLD 3,45 0,87 7,80 16,50
Íslandssími-GSM DAGUR 3,45 12,00 63,45 183,45
KVÖLD 3,45 10,00 53,45 153,45
Hringt úr
Íslandssími - GSM í:
Tími Upphafs-
gjald, kr.
Mínútan,
kr.
Samtal í
5 mínútur, kr.
Samtal í
15 mínútur, kr.
Síminn Fastlína DAGUR 0,00 16,00 80,00 240,00
KVÖLD 0,00 13,00 65,00 195,00
Síminn-GSM DAGUR 0,00 17,00 85,00 255,00
KVÖLD 0,00 14,60 73,00 219,00
Íslandssími Fastlína DAGUR 0,00 10,50 52,50 157,50
KVÖLD 0,00 8,50 42,50 127,50
Íslandssími-GSM DAGUR 0,00 12,00 60,00 180,00
KVÖLD 0,00 10,00 50,00 150,00