Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 600. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1325  —  600. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um Póst- og fjarskiptastofnun.

Frá minni hluta samgöngunefndar.



    Með frumvarpinu eru verkefni Póst- og fjarskiptastofnunar skilgreind og heimildir stofnunarinnar til að fylgja eftir ákvæðum um þjónustuskyldur, verðlagningu og samskiptareglur við neytendur og samkeppnisaðila í póstþjónustu og fjarskiptum styrktar.
    Minni hlutinn leggur áherslu á að Póst- og fjarskiptastofnun fylgi því eftir að settar séu skilgreindar þjónustukröfur og gæðastaðlar fyrir öryggi og gæði þjónustunnar sem fyrirtæki veita á póst- og fjarskiptamarkaði. Jafnframt er lögð áhersla á að stofnunin hafi bolmagn til að fylgja eftir þeim lögum og reglum sem henni er ætlað að framfylgja í þessum efnum.

Alþingi, 13. mars 2003.



Jón Bjarnason.