Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 714. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1371  —  714. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um byggðakvóta.

Frá Arnbjörgu Sveinsdóttur.



     1.      Hver voru markmið Byggðastofnunar við úthlutun byggðakvótans, sem stofnunin hefur til ráðstöfunar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða XXVI í lögum um stjórn fiskveiða, og hvaða reglum var fylgt við úthlutun hans?
     2.      Hverjir fengu úthlutað byggðakvóta og í hvaða magni?
     3.      Hver hefur verið þróun fiskveiðiheimilda, landaðs afla og skipastóls í þeim byggðum sem byggðakvóta var ráðstafað til?
     4.      Hvaða áhrif má ætla að þessi aukning aflaheimilda muni hafa á skilyrði til búsetu í þeim byggðum sem hér um ræðir?


Skriflegt svar óskast.