Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 497. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1381  —  497. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um skiptingu rannsókna- og þróunarfjár á milli háskóla.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu miklu af því fé sem notað var til rannsókna og þróunar á Íslandi, samkvæmt áætlun hagtöludeildar Rannís fyrir árið 2001, var varið innan háskóla eða í tengslum við háskóla? Hvernig er skiptingin á milli þeirra? Hver var þróunin árin fimm þar á undan?

    Eins og fram kemur í svari ráðherra við fyrirspurn um uppruna rannsókna- og þróunarfjár (þskj. 1382, 495. mál) er hagtalna um rannsóknir og þróun aflað á tveggja ára fresti og er vinnsla talna fyrir árið 2001 á lokastigi. Þar er m.a. um að ræða upplýsingar um heildarfjármagn sem háskólar hafa til ráðstöfunar til rannsókna og þróunar, þ.e. styrkir af ýmsum toga, innlendir og erlendir, og önnur framlög og sértekjur, auk opinberra framlaga. Framlög hins opinbera gefa því aðeins hluta af heildarmyndinni. Í yfirlitinu hér að neðan eru tilgreind framlög hins opinbera til rannsókna við háskóla og stofnanir.

Ríkisframlag til rannsókna við háskóla og stofnanir sem tengjast þeim 1996–2003.
Verðlag hvers árs, millj. kr. 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
Stofnun Sigurðar Nordals 0,3 0,5 0,4 0,5 0,5 0,5 0,6 0,8
Íslensk málstöð 3,5 4,5 6,4 7,5 3,0 6,9 6,8 7,4
Samvinnuháskólinn 6,7 7,1 7,8 9,8 12,0 13,2 17,4
Garðyrkjuskóli ríkisins 9,5 7,8 9,1 9,9 13,7 11,4 18,1 12,8
Viðskiptaháskólinn í Reykjavík* 18,1 25,8 34,6 36,1 46,0
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
13,5

12,7

16,2

15,8

18,0

23,2

20,6

25,0
Orðabók Háskólans 15,3 12,1 16,5 17,6 20,1 19,2 18,0 21,4
Bændaskólinn á Hvanneyri 16,5 20,7 20,5 22,8 22,5 23,7 31,5 30,5
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 14,8 20,2 27,0 29,3 31,0 30,8 31,7 35,4
Háskóla- og rannsóknastarfsemi 21,3 23,0 37,8 46,2 29,5 30,1 192,1 100,0
Háskóla- og vísindastofnanir, viðhald og stofnkostnaður
31,4

35,4

49,6

62,6

117,3

166,9

215,0

73,1
Kennaraháskóli Íslands 127,5 140,3 160,8 186,6 169,5 201,8
Háskólinn á Akureyri 72,6 105,1 126,9 158,6 143,5 174,0 155,6 218,0
Raunvísindastofnun Háskólans 138,3 142,5 166,7 170,6 187,0 189,9 190,8 209,0
Háskóli Íslands 782,7 856,1 1.327,5 1.395,1 1.452,2 1.592,7 1.488,6 2.111,3
Samtals 993,6 1.103,7 1.916,2 2.102,7 2.234,7 2.502,5 2.588,2 3.109,9
* Varð síðar Háskólinn í Reykjavík.
Heimild: Skrifstofa Rannís mars 2003.

    Í janúar 2003 höf störf nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins sem falið hefur verið að taka saman yfirlit um fjárstreymi til rannsókna og æðri menntunar 2001. Meðal verkefnanna er að varpa skýrara ljósi á hlut rannsókna í starfi háskólanna sem heyra undir ráðuneytið. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum á útmánuðum. Nefndin mun vinna yfirlit og skilgreina hvernig framsetning þessarar tölfræði gefur sem skýrasta mynd af fjárstreymi til æðri menntunar og rannsókna. Ráðuneytið hefur í hyggju að afla sambærilegra upplýsinga frá háskólunum árlega. Með þessu móti verður auðveldara að fá mynd af því starfi sem fer fram innan háskólanna. Verður þá unnt að svara fyrirspurnum með betri hætti en áður og yfirlitið mun gagnast við gerð fjárlaga