Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 599. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1390  —  599. mál.





Frumvarp til laga



um fjarskipti.

(Eftir 2. umr., 14. mars.)



    Samhljóða þskj. 960 með þessari breytingu:

    72. gr. hljóðar svo:
    Á ófriðartímum getur samgönguráðherra samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar mælt fyrir um stöðvun fjarskipta sem teljast hættuleg öryggi ríkisins.
    Í neyðartilvikum, svo sem við eldgos, jarðskjálfta, snjóflóð o.s.frv., getur samgönguráðherra að beiðni ríkislögreglustjóra, að höfðu samráði við almannavarnaráð, mælt fyrir um takmörkun fjarskipta sem truflað geta neyðar- og öryggisfjarskipti. Á sama hátt skal heimilt að mæla fyrir um að tiltekin fjarskiptavirki skuli notuð í þágu björgunaraðgerða og að sett skuli upp ný fjarskiptavirki. Komi endurgjald til greina greiðist það úr ríkissjóði samkvæmt mati Póst- og fjarskiptastofnunar.