Samkomudagur Alþingis og starfstími þess

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 17:39:24 (4714)

2004-03-01 17:39:24# 130. lþ. 73.5 fundur 147. mál: #A samkomudagur Alþingis og starfstími þess# frv., HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[17:39]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Frú forseti. Ekki var ég að kalla eftir vinnuskýrslum hv. þm. Drífu Hjartardóttur né annarra ef út í það er farið. Ég tók það sérstaklega fram að auðvitað starfa þingmenn allan ársins hring og skila ársverki sem er eflaust drjúgt meira en þær 1.800 eða 2.000 stundir sem eru í venjulegu vinnuári. Þannig er nú starfið einu sinni vaxið.

Ég held því hins vegar fram, og mun halda áfram að halda því fram, að það megi skipuleggja það starf betur. Ef menn gefa sér lengri tíma af árinu til að sinna því og taka inn á milli vikur til að sinna sínum kjördæmum, nái menn betri árangri í störfum sínum og setji fyrir vikið betri lög.