Svar við fyrirspurn

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 14:41:40 (4831)

2004-03-03 14:41:40# 130. lþ. 76.91 fundur 380#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), Forseti JóhS
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[14:41]

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Hv. þm. verða líka að hafa á því skilning að þessi fyrirspurn er, eins og hér hefur komið fram, 100 daga gömul og á þessum tíma hafa orðið ráðherraskipti. Ráðherra hefur þegar lýst úr ræðustól ástæðum fyrir því að fyrirspurninni hafi ekki verið svarað. Forseti leggur ekki mat á það en tók eftir því að hæstv. ráðherra mun svara þessari fyrirspurn formlega.

Forseti mun íhuga hvort ástæða sé til að taka þetta mál með sérstökum hætti upp í forsn. En það mikilvæga liggur þá fyrir, að hæstv. ráðherra mun svara fyrirspurninni við allra fyrsta tækifæri.