Auglýsingar í Ríkisútvarpinu

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 15:59:12 (4870)

2004-03-03 15:59:12# 130. lþ. 76.6 fundur 582. mál: #A auglýsingar í Ríkisútvarpinu# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÁF
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[15:59]

Ásgeir Friðgeirsson:

Herra forseti. Það er athyglisvert að ráðherra hafi engin áform varðandi breytingar á skipan þessara mála. Engu að síður hvet ég hæstv. ráðherra til þess að endurskoða þann ramma sem ljósvakamiðlum er settur og endurskoða í rauninni þau mörk sem RÚV eru sett. Þannig er að nú get ég keypt frá fyrirtæki, sem hæstv. ráðherra er yfirmaður yfir, geisladisk með Hljómum. Hann er til sölu á vef RÚV. Ég held að það hafi ekki verið upphaflegt markmið þeirra sem stóðu fyrir því að stofna RÚV að það tæki þátt í smásölu á skemmtiefni á borð við það.