Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 22. mars 2004, kl. 15:24:26 (5569)

2004-03-22 15:24:26# 130. lþ. 87.12 fundur 750. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (dótturfélög sparisjóða, viðmiðunarfjárhæðir o.fl.) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 130. lþ.

[15:24]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil gjarnan að það komi fram að breytingin er ekki lögð til að tilefnislausu en sem betur fer eru ekki mörg dæmi um að menn hafi reynt að koma sér undan því að mæta til skýrslugjafar, en það þykir öruggara til að tryggja hnökralausa framkvæmd að þetta ákvæði og þessi heimild sé fyrir hendi í lögunum, þó vonandi reyni ekki oft á ákvæðið.