Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 05. apríl 2004, kl. 15:02:11 (6038)

2004-04-05 15:02:11# 130. lþ. 94.92 fundur 456#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 130. lþ.

[15:02]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að þegar að loknum atkvæðagreiðslum um 13 fyrstu dagskrármálin hefst umræða utan dagskrár um horfur í atvinnu- og byggðamálum á Djúpavogi. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon og hæstv. iðnrh. Valgerður Sverrisdóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.