Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Mánudaginn 05. apríl 2004, kl. 20:51:19 (6102)

2004-04-05 20:51:19# 130. lþ. 94.15 fundur 849. mál: #A olíugjald og kílómetragjald o.fl.# (heildarlög) frv. 87/2004, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 130. lþ.

[20:51]

Kristján L. Möller (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. talaði um ókosti mæla og mælagjalds. En í því kerfi sem við erum hér að ræða um er meiningin að halda tvöföldu kerfi, þ.e. að allir bílar þyngri en tíu tonn þurfi að hafa slíkan mæli. Í landinu eru tæplega 5 þús. slíkir bílar að því er talið er sem munu verða með þannig mæli. Ég spyr því hv. þm.: Er það þá galli við frv. sem hér er um að ræða að við ætlum að hafa tvöfalt kerfi, þ.e. olíugjald, og olíugjald auk mæla og mælagjalds?