Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Mánudaginn 05. apríl 2004, kl. 21:42:16 (6114)

2004-04-05 21:42:16# 130. lþ. 94.15 fundur 849. mál: #A olíugjald og kílómetragjald o.fl.# (heildarlög) frv. 87/2004, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 130. lþ.

[21:42]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það er þannig að þetta mál er þannig úr garði gert að reynt er að koma í veg fyrir að Vegagerðin missi tekjur af þessu. Þess vegna er færð á milli úr almenna bensíngjaldinu yfir í hið sérstaka gjald sem er tengt Vegagerðinni, upphæð sem nemur um það bil 400 milljónum. En ríkissjóður bætir sér það upp með þessum nýjum tekjum af virðisaukaskatti sem verða til í þessu kerfi. Þar með má því segja að ríkissjóður hafi efni á því að láta af hendi rakna til þess að bæta Vegagerðinni upp það sem ella hefði tapast.