Fyrirætlan ríkisstjórnarinnar í skattamálum

Mánudaginn 26. apríl 2004, kl. 15:18:33 (6730)

2004-04-26 15:18:33# 130. lþ. 102.1 fundur 499#B fyrirætlan ríkisstjórnarinnar í skattamálum# (óundirbúin fsp.), JóhS
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 130. lþ.

[15:18]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Það er alveg ljóst að stjórnarflokkarnir hafa verið fljótari til þegar lögfesta þarf skattalækkanir til fjármagnseigenda en þegar um er að ræða skattalækkanir til einstaklinga eða fólksins í landinu. Ég hélt satt að segja að hæstv. forsrh. hefði metnað til þess í stóli forsrh. að leggja fram tillögur í skattamálum, nema hann ætli kannski að gera það úr stóli hæstv. fjmrh. í haust.

Við í Samf. styðjum hv. þm. Gunnar Birgisson í því að það eigi að afgreiða skattamálin á þessu þingi. Í dag kemur fram í dagblaði að hann hafi lagt fram tillögu í þingflokki sjálfstæðismanna um að þingið fari ekki heim í sumarfrí fyrr en skattamálin hafi verið fullafgreidd. Ég vil spyrja hæstv. forseta hvernig afgreiðslu sú tillaga hafi fengið í þingflokknum. Hún hlýtur að hafa verið tekin fyrir með formlegum hætti en við styðjum þingmanninn eindregið í því að þessi mál verði afgreidd þegar á þessu þingi.