Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 21:47:07 (7054)

2004-04-28 21:47:07# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[21:47]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. hefur ekki hlustað á ræðu mína. Það þykir mér miður. Ég sagði einmitt að heilmikið hefði breyst, m.a. sú trú mín að samkeppnislög dygðu. (Gripið fram í.) Það var trúa mín. Skýrslan segir annað. Einnig hefur það breyst að enn meiri samþjöppun hefur orðið í fjölmiðlum. Svo verð ég að viðurkenna að umræðan um lyfjamálið vakti mig til umhugsunar.