Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra

Miðvikudaginn 28. apríl 2004, kl. 21:52:03 (7060)

2004-04-28 21:52:03# 130. lþ. 105.1 fundur 509#B eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra# (munnl. skýrsla), PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 130. lþ.

[21:52]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Í skýrslunni koma fram margar leiðir til lausnar á þeim vanda sem skýrsluhöfundar telja sig verða vara við. Ein af þeim sértækari er bann við því að aðilar í rekstri sem ekki tengist fjölmiðlum geti átt ráðandi og virkan eignarhlut í félaginu. Þetta er ein þeirra leiða sem menn þurfa að skoða og eru að skoða og það kristallast að einhverju leyti í því frv. sem við munum svo ræða eftir tvo daga eða svo.