Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 03. maí 2004, kl. 20:46:23 (7436)

2004-05-03 20:46:23# 130. lþ. 108.2 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, MÞH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 130. lþ.

[20:46]

Magnús Þór Hafsteinsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var athyglisvert að hlusta á hv. þm. Hjálmar Árnason flytja ræðu sína. Ef ég hef talið rétt þá er hann annar óbreytti stjórnarþingmaðurinn sem flytur ræðu í kvöld um þetta frv. forsrh.

Manni skilst af ræðu hv. þm. Hjálmars Árnasonar að reyna eigi að telja þjóðinni trú um að hér trampi 68 stígvél stjórnarliða í takt á hinni grýttu braut sem efalaust bíður stjórnarliða, þeirri grýttu braut sem forsrh. hefur varðað fyrir þá til að þetta frv. nái fram að ganga.

Mig langar til að spyrja Hjálmar Árnason að því og vona að hann svari því hreinskilnislega: Er full eining og sátt um þetta frv., ekki bara í þingflokki Framsfl. heldur líka hjá flokksmönnum almennt? Það væri gaman að fá að heyra álit hans á því.