Brottfall nemenda úr framhaldsskólum

Miðvikudaginn 05. maí 2004, kl. 15:47:27 (7694)

2004-05-05 15:47:27# 130. lþ. 110.7 fundur 777. mál: #A brottfall nemenda úr framhaldsskólum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 130. lþ.

[15:47]

Hjálmar Árnason:

Frú forseti. Ég get ekki tekið undir það sem hér var fullyrt af hv. þm. Merði Árnasyni, að hér væri slakt ástand í menntamálum. Vitaskuld hefur menntunarstig íslensku þjóðarinnar hækkað allverulega á síðustu áratugum. Það er grundvöllur þeirrar hagsældar sem hér er. Sannarlega má þó gera betur og ég hygg að það sé vilji til þess.

Ég tek undir það sjónarmið að náms- og starfsráðgjöf þurfi að efla. Ég tel að að því sé unnið. Jafnframt þarf að gæta að því að starfsmenntabrautir séu til staðar og ég vil af því tilefni segja að mjór er mikils vísir í samstarfi menntmrh., félmrh., atvinnurekenda á Suðurnesjum og menntastofnana á Suðurnesjum. Af stað er farið mikið og merkilegt átak þar sem fólki á atvinnuleysisskrá er komið inn á nýjar starfsmenntabrautir. Það er liður í því að byggja fólk upp. Þar er akkúrat módel sem ég trúi að við munum sjá áður en varir í framhaldsskólunum.