Heilsugæslustöð í miðbæ Kópavogs

Miðvikudaginn 05. maí 2004, kl. 18:05:45 (7707)

2004-05-05 18:05:45# 130. lþ. 110.11 fundur 809. mál: #A heilsugæslustöð í miðbæ Kópavogs# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., Fyrirspyrjandi GunnB
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 130. lþ.

[18:05]

Fyrirspyrjandi (Gunnar Birgisson):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. heilbrrh. fyrir svör hans. Þau voru mjög jákvæð í þetta skiptið og ég þakka fyrir að komið er eiginlega á lokahnykk að ganga í málið, þ.e. auglýsa eftir húsnæði og afsetja gömlu heilsugæsluna. Það sem kannski er ástæða fyrirspurnarinnar er að ekkert hefur heyrst um málið. Svör úr ráðuneytinu hafa verið þokukennd og út og suður en núna liggja svör hæstv. ráðherra fyrir og ég þakka fyrir þau og legg áherslu á það aftur að drífa í málinu. Það er húsnæði til staðar sem heilsugæslan mun væntanlega fara í. Það er aðili sem er að byggja það og þarf þá að afsetja það ef heilsugæslan ætlar ekki að kaupa það og þá verður það náttúrlega selt einhverjum öðrum þannig að óvissan í málinu hefur verið erfið.

Það hefur einnig legið fyrir varðandi gömlu stöðina að Kópavogsbær hefur áhuga á að kaupa það húsnæði undir íbúðir fyrir okkar minni bræður og systur og bíður í raun og veru eftir því húsnæði því það er mikil vöntun á slíkum íbúðum á svæðinu. Það ýtir því allt hvað á eftir öðru en ég vil enn og aftur þakka hæstv. ráðherra góð og greið svör.