Útvarpslög og samkeppnislög

Þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 18:38:05 (7870)

2004-05-11 18:38:05# 130. lþ. 112.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Forseti JóhS
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 130. lþ.

[18:38]

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Forseti vill taka fram að það hefur verið ljóst frá því í morgun, frá því að þessi umræða hófst, að tvær fagnefndir hafa ekki lokið störfum. Engu að síður hefur umræðunni verið haldið áfram. Það varð að samkomulagi milli forseta þingsins og formanna flokkanna að í kvöld yrði haldinn fundur aftur milli forseta og formanna þingflokka til að meta stöðuna. Eins og fram kom í máli hv. þm. var haldinn fundur áðan að ósk þingmanna frá því fyrr í dag. Á þeim fundi formanna þingflokkanna og forseta náðist ekki samkomulag um aðra tilhögun en þá sem var ákveðin fyrr á þessum degi, að forseti hitti formenn þingflokkanna eftir kvöldmat. Við þá áætlun mun staðið.

Forseti óskar eftir góðri samvinnu við hv. þm. um að þessi umræða geti haldið áfram þar til þessum fundi lýkur. Þá verður staðan metin. Við sjáum þá hvort einhver breyting verður á en gert verður matarhlé milli kl. sjö og átta í kvöld.