Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 14. maí 2004, kl. 11:42:27 (8161)

2004-05-14 11:42:27# 130. lþ. 115.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 130. lþ.

[11:42]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Nú liggur það fyrir að hæstv. forsrh. kemst ekki til fundarins. Forseti minnist þess ekki að þingmenn hafi í miðri ræðu sinni gert hlé á henni og komið til umræðunnar aftur síðar. Það væri þá algjörlega nýtt í þingsögunni eftir því sem sá forseti sem hér stendur veit best þannig að það er úr vöndu að ráða. Forseti mun freista þess að halda áfram þessari umræðu og hlýtur að líta þannig til, hvað sem öðru líður, að haldi hv. 5. þm. Norðaust. ekki áfram ræðu sinni hafi hann lokið henni.