Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 21:15:34 (8718)

2004-05-19 21:15:34# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÁF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[21:15]

Ásgeir Friðgeirsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Hefði hv. þm. hlustað á ræðu mína hér fyrr í dag (EKG: Ég gerði það.) kom þar fram að þær hugmyndir sem við höfum lagt fram fela í sér að þeir hlutir sem þingmaður bendir á mundu koma til endurskoðunar hvað varðar Norðurljós.

Úr því að hv. þm. samþykkir að gagnsæi og sjálfstæði ritstjórna sé áfangi á þessari leið, hví fer hann ekki að tilmælum Evrópuráðsins um að nýta fyrst hin veikari meðul áður en gripið er til þeirra sterkari?