Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 21. maí 2004, kl. 21:57:34 (8774)

2004-05-21 21:57:34# 130. lþ. 121.11 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 130. lþ.

[21:57]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi þingmaður. Ekki notaði ég nein orð eins og mexíkanskur bófaflokkur eða slíkt.

Ef mig minnir rétt held ég að hv. þm. hafi einhvern tíma látið þá skoðun í ljósi að hann vildi láta búta niður Baug, eins og hann orðaði það, þannig að hann hlýtur að vera mjög fylgjandi þessum lögum.

Ég er alveg sammála því að Baugur er fyrirtæki sem hefur gengið vel, verið vel rekið og hefur gengið mjög vel erlendis. Það er oft þannig með útrás að heimavöllurinn verður að vera sterkur, annars er útrásin vonlaus. Þeir hafa verið það og ég efast um að þeir fari að draga sig út úr öllu hér.

Það var forveri hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar sem spurði: Hver á Ísland? Ég held að við eigum að leitast líka við að svara þeirri spurningu í þessari umræðu.