Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 21. maí 2004, kl. 22:07:12 (8782)

2004-05-21 22:07:12# 130. lþ. 121.11 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 130. lþ.

[22:07]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er enginn að tala um að banna fjölmiðla. Það er ljóst. Það er talað um að hafa valddreifingu, að minnka hlutdeild ákveðinna fyrirtækja úr mjög stórum hluta í minni hluta til að fleiri geti komið að málinu.

Fjölmiðlun er afar viðkvæmt mál. Ég hef ekki séð neitt frumvarp, neinar tillögur eða drög frá Samf. í þessu máli. (Gripið fram í.) Það er alveg útilokað. Ég meina, þetta er hin ágæta umræðupólitík hjá Samf., að tala og tala og koma ekki með neina niðurstöðu. Það er nákvæmlega það.

Ég skora á Samf. hér: Hvers vegna er ekki lagt fram frv. með hugmyndum ykkar í málinu? (Gripið fram í.)

Virðulegi forseti. Það er alveg óþolandi að hlusta á þessa hv. þingmenn trekk í trekk komandi hér eins og hvítvoðungar í þessu máli. Þeir hafa ekki neinar tillögur. Þeir eru bara að gagnrýna. (Gripið fram í.) Ekki tillögur frekar en ég veit ekki hvað, virðulegi forseti.