Fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 13:45:53 (9178)

2004-05-27 13:45:53# 130. lþ. 128.1 fundur 855. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald# (hámarksgreiðslur, fjármögnun o.fl.) frv. 90/2004, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[13:45]

Pétur H. Blöndal:

Frú forseti. Ég skrifaði undir nál. hv. félmn. með fyrirvara og hann varðar þessa grein. Ég get ekki fellt mig við að hámark sé sett á fæðingarorlof vegna þess að markmið laganna var það að jafna aðstöðumun karla og kvenna á vinnumarkaði, gera karlmenn jafndýra og konur. Ég get ekki sætt mig við að það markmið eigi að nást alls staðar nema í hæstu laununum. Ég get ekki sætt mig við að menn vilji hafa jafnrétti alls staðar nema í þeim stöðum sem gefa hæstu launin. Þess vegna segi ég nei.