Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 18:22:27 (9436)

2004-05-28 18:22:27# 130. lþ. 131.2 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 130. lþ.

[18:22]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Mér er kunnugt um það frv. en mér er líka kunnugt um breytingartillöguna sem hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar flytja um 22 daga hámark en ekki 23 daga gólf og ekkert gólf. Miðað við útfærslu þeirra á tillögunni er líklegt að næstu ár verði sóknardagar bátanna ekki fleiri en 15--16. Það eru ekki 23 dagar, herra forseti.